Kemst Valdís í gegnum niðurskurðinn?

Valdís Þóra Jónsdóttir átti erfiðar seinni níu í dag.
Valdís Þóra Jónsdóttir átti erfiðar seinni níu í dag. Ljósmynd/GSÍ

Valdís Þóra Jónsdóttir lék á 75 höggum í dag á Jabra Ladies Open í Evian í Frakklandi. Valdís byrjaði daginn vel og var á einu höggi undir pari eftir níu holur. Seinni níu reyndust henni erfiðar, en hún fékk tvo skolla og einn fjórfaldan skolla.

Valdís Þóra lék á pari í gær og er samtals á fjórum höggum yfir pari. Því kemur í ljós þegar allir kylfingar hafa lokið leik, hvort að hún komist í gegnum niðurskurðinn.

Hægt er að fylgjast með hér.

mbl.is