Birgir á parinu eftir 9

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er búinn að spila afar stöðugt golf í dag á fyrstu 9 holunum á þriðja hring Swiss-Challenge-mótsins í Áskorendamótaröð Evrópu í golfi.

Birgir er á parinu eftir fyrstu 9 holurnar en hann var á -8 höggum eftir tvo hringi. Birgir hefur fallið niður um fjögur sæti með spilamennsku sinni í dag og þarf að sækja fugla á seinni níu ætli hann sér að vera áfram í toppbaráttunni en hann var um stund efstur í gær.

Efstu menn, Joel Girrbach frá Sviss og Julian Suri frá Bandaríkjunum, eru á 13 og 12 höggum undir pari, í þessari röð, en Birgir fékk fimm fugla á þeim holum sem eftir eru í dag.

mbl.is