Ólafía náði ekki í gegnum niðurskurðinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í baráttu um að komast í ...
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í baráttu um að komast í gegnum niðurskurðinn. AFP

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á ShopRite Classic-mótinu í New Jersey í Bandaríkjunum, en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Ólafía spilaði samtals á fimm höggum yfir pari.

Ólafía spilaði fyrsta hringinn í gær á tveimur höggum yfir pari og ljóst var að hún þyrfti að sækja á öðrum hringnum í dag. Hún fékk hins vegar sex skolla og þrjá fugla á hringnum í dag, spilaði hann samtals á þremur höggum yfir pari og hafnaði samtals á fimm höggum yfir pari.

Áætlaður niðurskurður var við tvö högg yfir pari, svo Ólafía var þremur höggum frá því að komast áfram á mótinu.

Fylgst var með gangi mála hjá Ólafíu í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ólafía í New Jersey, 2. hringur opna loka
kl. 21:07 Textalýsing 9. - FUGL: Ólafía endar þetta með stæl þrátt fyrir að ljóst hafi verið að hún komist ekki áfram. Fugl á þessari par 5 braut og hún hafnar samtals á fimm höggum yfir pari. Er á +3 í dag og hafnar samtals í 89.-98. sæti.
mbl.is