Saga með tveggja högga forskot

Ljós­mynd/​seth@golf.is
Ljós­mynd/​seth@golf.is

Saga Traustadóttir, GR, tók forystuna í kvennaflokki á Símamótinu, fjórða móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi í dag og er ein í forystu á fimm höggum yfir pari.

Saga lék á 73 höggum í dag líkt og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sem er í 2. sæti á sjö höggum yfir pari ásamt tveimur öðrum.

Helga Kristín Einarsdóttir, GK, var í forystu fyrir daginn í dag en lék á 77 höggum í dag fimm meira en í gær og er á sjö höggum yfir pari. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er einnig á sjö höggum yfir pari eftir hring upp á 75 högg í dag.

mbl.is