Ragnhildur vann sitt þriðja mót

Ragnhildur einbeitt í dag.
Ragnhildur einbeitt í dag. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson

Hin 19 ára gamla Ragnhildur Kristinsdóttir vann sitt þriðja mót á ferlinum er hún spilaði best á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Ragnhildur var tveimur höggum á eftir Sögu Traustadóttir fyrir lokahringinn. Ragnhildur lék hins vegar gríðarlega vel í dag og vann hún mótið með sex högga mun.

Ragnhildur fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og sigldi hún góðum sigri í hús. Ragnhildur lék samtals á 219 höggum eða sex höggum yfir pari. Saga Traustadóttir var í 2. sæti á tíu höggum yfir pari og Hulda Clara Gestsdóttir var þriðja á tólf höggum yfir pari. 

mbl.is