Vikar lék best allra á Símamótinu

Vikar Jónsson lék best allra.
Vikar Jónsson lék best allra. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson

Vikar Jónsson fór með sigur af hólmi á Símamótinu, fjórða móti Eimskipsmótaraðinnar í golfi í dag. Þetta er fyrsti sigur hans á mótaröðinni og tryggði hann sér sigurinn með að fá fugl á lokaholunni. 

Vikar lenti í glompu við 18. flötina í öðru högginu en holan er par fimm. Hann sló glæsilegt högg úr glompunni og setti síðan niður um tveggja metra pútt fyrir sigrinum en hann lék lokahringinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari og hringina fjóra samtals á sex höggum undir pari. Hákon Örn Magnússon úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn. Hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og var einu höggi á eftir Vikari. Kristján Þór Einarsson úr GM og Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG deildu þriðja sætinu á þremur höggum undir pari samtals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert