Tiger aldrei verið eins neðarlega

Tiger Woods er í basli.
Tiger Woods er í basli. AFP

Kylfingurinn Tiger Woods hefur svo sannarlega munað fífil sinn fegurri. Hann hefur lítið getað spilað golf vegna meiðsla undanfarið og lítið hefur gengið þegar hann loks kemst á völlinn. Hann var svo handtekinn í vikunni þar sem hann var sofandi í bifreið sinni, illa farin eftir lyf. 

Woods hefur unnið 14 risamót á ferlinum en nú er hann fallinn niður í 899. sæti heimslistans, en hann hefur aldrei verið neðar. Árið 2016 var hann í 898. sæti listans, hann tók þá þátt í Hero World Challenge-mótinu og fór upp um tæplega 250 sæti. 

Síðan þá hefur leiðin hins vegar legið niður á við, bæði innan sem utan golfvallarins.

mbl.is