Ólafía hefur leik í Kanada á morgun

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á morgun á sínu tíunda móti í LPGA-móatröðinni í golfi en hún er á meðal keppenda á Manulife LPGA Classic-mótinu sem fram fer í Kanada.

Ólafía komst ekki í gegn­um niður­skurðinn á Shop­Rite Classic-mót­inu í New Jers­ey í Banda­ríkj­unum um síðustu helgi en hún lék samtals á fimm högg­um yfir pari.

Með Ólafíu í ráshóp á mótinu í Kanada eru Stephanie Meadow og Holly Clyburn frá Englandi. Að því er fram kemur í frétt á kylfingur.is er Ólafía í 122. sæti á stigalistanum eftir fyrstu níu mótin en hún þarf að vera í hópi 100 efstu kylfinga í lok tímabilsins til að halda fullum keppnisrétti. Þeir kylfingar sem enda í sætum 101-125 fá takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni á næsta tímabili.mbl.is