Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Cambridge í Ontaríó-ríki í Kanada.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Cambridge í Ontaríó-ríki í Kanada. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur lék á tveimur höggum undir pari í dag á öðrum hring Manulife LPGA Classic mótsins sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Það dugði hins vegar ekki til og er hún því úr leik. Mótið er haldið í Cambridge í Ontaríó-fylki í Kanada.

Ólafía fékk þrjá skolla en krækti í fimm fugla. Hún kom því í hús á 70 höggum. Ólafía lék á 73 höggum í gær, eða einu höggi yfir pari og endaði hún á samtals einu höggi undir pari vallarins. 

Að lokum var hún einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. 

Ólafía í Ontaríó, 2. dagur opna loka
kl. 18:07 Textalýsing 18 Par: Ólafía fær par á 18. holu, og lýkur þar með leik á 70 höggum, 2 undir pari. Ólafía er á 1 höggi undir pari samtals, og því verður spennandi að sjá hvort að hún nái í gegnum niðurskurðinn.
mbl.is