Birgir Leifur hafnaði í fjórða sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er að gera góða hluti í Belgíu.
Birgir Leifur Hafþórsson er að gera góða hluti í Belgíu. Ljósmynd/GSÍ

Birgir Leifur Hafþórsson lék virkilega vel á fjórða og síðasta degi PMG-bik­ars­ins sem fram fer á Royal Water­loo-golf­vell­in­um í Belg­íu en mótið er hluti af Áskor­enda­mótaröðinni, þeirri næst­sterk­ustu í Evr­ópu. Birgir lék á 66 höggum, fékk sjö fugla og komst upp í fjórða sæti, glæsilegur árangur. 

Kylfingurinn lék hringina fjóra á samtals 16 höggum undir pari og var þremur höggum á eftir efsta manni, Austurríkismanninum Martin Wiegele. 

Birgir fékk aðeins einn skolla og tíu pör á hringnum í dag.

Skjáskot Birgis á mótinu
Skjáskot Birgis á mótinu Ljósmynd/www.europe­antour.com
mbl.is