Ólafía hætti í úrtökumótinu

Ólafía glímir við meiðsli og óljóst er hvort hún taki ...
Ólafía glímir við meiðsli og óljóst er hvort hún taki þátt í næsta móti. Ljósmynd/Sigurður Elvar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrri hringinn á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska risamótið í golfi. Ólafía hætti keppni að loknum 18 holum, en mótið var 36 holur.

Ólafía þjáðist af klemmdri taug í vinstri öxl, en hún leitaði til sjúkraþjálfara á vegum LPGA í síðustu viku. Verkurinn versnaði í dag og mun hún meta hvort hún treysti sér að vera með í næsta móti sem hefst á fimmtudaginn, Meijer Classic. Þetta sagði umboðsmaður Ólafíu í samtali við mbl í kvöld.

Ólafía lék fyrri hringinn í morgun á 81 höggi en þar sem hún dró sig úr keppni, mun hún ekki leika á Opna bandaríska meistaramótinu.

Leiðrétting: Fréttin var byggð á röngum upplýsingum. Ólafía lék annan hringinn þrátt fyrir meiðslin, og endaði á 72 höggum. Hún dró sig úr keppni að seinni hringnum loknum.

mbl.is