Birgir bætti eigið met

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson mbl.is/Styrmir Kári

Skor Skagamannsins, Birgis Leifs Hafþórssonar, á Áskorendamótinu sem lauk í Belgíu á sunnudag er væntanlega sögulega gott á íslenskan mælikvarða.

Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er um að ræða besta skor Íslendings á 72 holum á erlendri grundu.

Birgir lauk leik í mótinu á samtals sextán höggum undir pari vallarins en hringina fjóra lék hann alla undir 70 höggum: 69, 68, 69 og 66.

Metið átti Birgir sjálfur en hans besta skor á 72 holum erlendis var 15 högg undir pari í móti á Áskorendamótaröðinni á Kanaríeyjum árið 2015. Sveitungi Birgis, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefur einnig leikið á 15 höggum undir pari erlendis. Það gerði Valdís þegar hún hafnaði í 2. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina seint á síðasta ári.

Valdís spilaði reyndar fimm hringi í úrtökumótinu og samanburður þar af leiðandi örlítið skakkur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék samtals á 12 undir pari á lokaúrtökumótinu fyrir bandarísku mótaröðina seint á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert