Guðrún Brá lék á einu undir pari

Guðrún Brá lék vel í dag á Opna breska áhugamannamótinu.
Guðrún Brá lék vel í dag á Opna breska áhugamannamótinu. mbl.is/Styrmir Kári

Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék í dag annan hring sinn á Opna breska áhugamannamótinu í golfi á einu höggi undir pari. Guðrún lék í gær á þremur höggum yfir pari og er því á tveimur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina.

Keiliskonan krækti í tvo fugla á fyrri níu holunum, næst fékk hún örn á 11. holunni og var þá komin fjögur högg undir par vallar. Guðrún fékk fjóra skolla á seinni níu ásamt einum fugli og kom í hús á 70 höggum, eða eins og áður sagði, á einu höggi undir pari. Guðrún Brá er eins og er jöfn í áttunda til 12. sæti, en 64 efstu komast áfram og leika þá holukeppni. Paula Grant er í forystu, en hún lék hringina tvo á fjórum höggum undir pari.

Sjá: Fjórir úr Keili á Opna breska áhugamannamótinu

Sjá: Guðrún Brá þremur yfir pari

mbl.is