Guðrún Brá þremur yfir pari

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr Keili, hóf í gær leik á opna breska áhugamannamótinu í golfi.

Mótið fer fram í Wales og lék Guðrún Brá fyrsta hringinn á 74 höggum eða þremur höggum yfir pari. Guðrún fékk þrjá fugla á hringnum, fékk fimm skolla og lék tíu holur á parinu. Hún var í 57. sæti eftir fyrsta hringinn.

mbl.is