Haraldur jafn í öðru sæti eftir fyrsta hring

Haraldur Franklín Magnús lék vel í dag.
Haraldur Franklín Magnús lék vel í dag. Ljósmynd/GSÍ

Fjórir kylfingar hófu leik í dag á móti á Nordic League mótaröðinni í golfi. Axel Bóasson (GK), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Ólafur Loftsson (GKG) léku fyrsta hringinn í dag á Tinderbox Charity Challenge mótinu á Langesø vellinum á Fjóni.

Haraldur lék best íslensku keppendanna, en hann lék á sex höggum undir pari og er jafn í öðru til fjórða sæti, höggi á eftir efsta manni. Axel lék á tveimur höggum undir pari (jafn í 54. sæti), Ólafur á þremur yfir pari (jafn í 67. sæti) og Guðmundur á fjórum höggum yfir pari (jafn í 80. sæti).

Skorið verður niður eftir 36 holur en 45 efstu kylfingarnir komast áfram. Eins og er virðist Haraldur vera sá eini sem mun ná niðurskurðinum, en það getur breyst, svo ef hinir kylfingarnir leika vel á morgun eiga þeir möguleika á að komast áfram.

Staðan í mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert