Kristján setti vallarmet - 59 högg

Kristján Þór sáttur eftir hringinn í gær.
Kristján Þór sáttur eftir hringinn í gær. Ljósmynd/Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Kylfingurinn Kristján Þór Einarsson setti nýtt vallarmet í gær á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ, en hann lék á 59 höggum. Afar sjaldgæft er að kylfingar leiki á undir 60 höggum.

„Ég hef einu sinni áður leikið undir 60 höggum, þá lék ég Hlíðavöll í Mosó á rauðum teigum og kom í hús á 58 höggum,“ sagði Kristján Þór en hann hefur unnið 13 Íslandsmeistaratitla í golfi.

„Ég setti í fjögur góð fuglapútt, um fimm metra löng. Annars var ég að vippa ágætlega.“ Kristján lék á móti á meistaraflokksmótaröð Golfklúbbs Mosfellsbæjar í gær þegar hann setti nýja vallarmetið. Þess má geta að hann vann mótið örugglega.

mbl.is