Ólafía ekki með um helgina

Ólafía glímir við meiðsli og verður ekki með á LPGA ...
Ólafía glímir við meiðsli og verður ekki með á LPGA móti um helgina. Ljósmynd/LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður ekki með á Meijer LPGA Classic mótinu um helgina. Hún hefur verið að glíma við meiðsli, klemmda taug í vinstri öxl, sem ágerðust í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið á mánudaginn.

Ólafía dró sig úr keppni að mótinu loknu, og er nú á Íslandi að fá meðferð við meiðslunum.

mbl.is