Guðrún úr leik í Wales

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er úr leik á Opna breska áhugamannamótinu ...
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er úr leik á Opna breska áhugamannamótinu í golfi. Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er úr leik á Opna breska áhugamannamótinu í golfi sem haldið er í Wales. Keiliskonan tapaði fyrir Hollendingnum Romy Meekers. Guðrún lék vel fyrstu tvo dagana, en aðeins 64 efstu komust áfram að höggleiknum loknum.

Leikurinn var æsispennandi, en Meekers hafði betur á 18. holu og sigraði þar með 1/0. Því hefur Guðrún Brá lokið leik á mótinu.

mbl.is