Birgir Leifur á einu höggi undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG lauk í dag leik á Hauts de France mótinu á einu höggi undir pari og samtals á pari sem dugði honum í 21.-26. sæti.

Mótið, sem er eitt af mótunum á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék lokahringinn á höggi undir pari og samtals lék hann því hringina fjóra á parinu.

Birgir Leifur hóf leik á 1. teig í morgun og var kominn á þrjú högg undir par eftir fjórtán holur, en fékk skolla á síðustu tveimur holunum.

mbl.is