Bjarki vann á 20 höggum undir pari

Bjarki Pétursson
Bjarki Pétursson Ljósmynd/GSÍ

Bjarki Pétursson úr GB, bar sigur úr býtum á sterku áhugamannamóti í golfi sem fram fór í Þýskalandi. Bjarki lék hringina fjóra á samtals 20 undir pari og var þremur höggum á undan Falko Hanisch, sem er einn efnilegasti áhugakylfingur Þýskalands. 

Hanisch vann m.a Opna breska meistaramótið 18 ára og yngri og er það mikið afrek hjá Bjarka að hafa betur gegn honum. 

mbl.is