Haraldur lék aftur á einu undir

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús lék á 71 höggi, einu höggi undir pari á öðrum degi á Opna Isa­berg mót­inu sem er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Mótið fer fram í Svíþjóð á Isa­berg golf­vell­in­um. Haraldur er því samanlagt á tveimur höggum undir pari, en hann lék fyrsta hringinn í gær á sama skori. 

Axel Bóasson var einnig á einu pari undir pari eftir gærdaginn en hann lék á 74 höggum í dag, tveimur höggum yfir pari og er því samanlagt á einu höggi yfir pari. 

Haraldur er í 14. sæti ásamt nokkrum öðrum og Axel í 35. sæti ásamt öðrum kylfingum. 

mbl.is