Varafyrirliðinn spilar

Catriona Matthew mun spila.
Catriona Matthew mun spila. AFP

Hin norska Suzann Pettersen hefur neyðst til að hætta við keppni í Solheim-bikarnum sem hefst á morgun, en þar mætast lið Evrópu og Bandaríkjanna í golfi.

Pettersen hafði vonast til að jafna sig af bakmeiðslum í tæka tíð fyrir mótið en fyrirliði Evrópu, Annika Sörenstam, tilkynnti í gær að það hefði ekki tekist og að hin skoska Catriona Matthew myndi spila í stað Pettersen. Matthew, sem er 47 ára, var gerð að varafyrirliða í síðasta mánuði en nú er ljóst að hún mun spila.

„Ég komst að þessu núna í [gær]morgun og ég tel mig reiðubúna. Mig grunaði að þetta gæti farið svona, svo að ég hef getað undirbúið mig aðeins. Það er gott að vita loksins að ég mun verða með,“ sagði Matthew, sem tók þátt í sigri Evrópu árin 2003, 2011 og 2013. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert