Góð spilamennska Birgis í Noregi

Birgir Leifur Hafþórsson lék gott golf í dag.
Birgir Leifur Hafþórsson lék gott golf í dag. Ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari á öðrum degi á Vik­ing-Chal­lenge mót­inu í golfi sem fram fer í Nor­egi. Mótið er hluti af evr­ópsku Áskor­enda­mótaröðinni. Birgir er samanlagt á einu höggi undir pari og í 32. sæti ásamt sjö öðrum. 

Andri Björnsson lék á 73 höggum, einu höggi yfir pari, eins og á fyrsta hring og er hann því á tveimur höggum yfir pari og í 60. sæti ásamt níu öðrum. Hann rétt komst í gegnum niðurskurðinn. 

Ólafur Loftsson er hins vegar úr leik og hafnar hann í 140. sæti á samtals tíu höggum yfir pari. 

mbl.is