Ólafía náði sér ekki á strik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

At­vinnukylf­ing­ur­inn Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir lék fyrsta hringinn á Canadian Pacific-mótinu í Ontario í suðausturhluta Kanada í dag. Ólafía lék á 75 höggum eða fjórum höggum yfir pari og var hún í 127. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. 

Ólafía byrjaði frekar illa og fékk tvo skolla á fyrstu fjórum holunum. Hún fékk fugl á sjöttu holu en tvo skolla á sjöundu og áttundu holu. Hún fékk svo tvo til viðbótar á tíundu og fimmtándu holu. 

Ólafía lagaði aðeins stöðu sína með að fá fugl á 17. holu. Ólafía fékk samtals sex skolla og tvo fugla. Hún leikur annan hringinn á mótinu á morgun og fylgist mbl.is með í beinni textalýsingu eins og í dag. 

Ólafía í Ontario - 1. hringur opna loka
kl. 18:34 Textalýsing 18 PAR Ólafía klárar þennan frekar erfiða hring með að fá par á síðustu holunni. Hún er í 115.-119. sæti. Vonandi gengur betur á morgun. Staðan 4
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert