Axel úr leik í Danmörku

Axel Bóasson
Axel Bóasson mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Axel Bóas­son, Íslands­meist­ari úr Keili er úr leik á Made in Den­mark-mótinu í golfi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum tveimur hringjum. Axel lék á 77 höggum í gær eða sex höggum yfir pari. Hann lék betur í dag, eða á 72 höggum, en það dugði ekki til. 

Hann lék hringina tvo á samanlagt sjö höggum yfir pari og var hann sjö höggum frá því að komast áfram. Axel fékk tvo fugla og þrjá skolla á ágætum hring í dag. 

Ólafur Björn Loftsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús léku allir á 70 höggum eða tveimur undir pari á fyrsta hring á Lynderyd Masters-mótinu, en mótið er hluti af Nordic-golf mótaröðinni. Þeir eru í 39.-59. sæti. 

Andri Björnsson lék á 72 höggum eða á pari og er hann í 83.-98. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert