Ólafía úr leik í Kanada

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Cana­di­an Pacific-mót­inu í Ont­ario í suðaust­ur­hluta Kan­ada, en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í hemi. Ólafía lék á 73 höggum í kvöld eða tveimur höggum yfir pari og lauk hún leik á samanlagt sex höggum undir pari. 

Ólafía hafnaði í 110.-125. sæti. Hún fékk þrjá skolla í dag, einn fugl og paraði hún 14 holur. In Gee Chun frá Suður-Kóreu er efst eftir fyrstu tvo hringina á átta höggum undir pari. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Ólafía í Ontario - 2. hringur opna loka
kl. 23:45 Textalýsing <b>9 PAR</b> Ólafía klárar á pari. Hún endar á sex höggum yfir pari og er úr leik. <b>Staðan +6</b>
mbl.is