Ólafía Þórunn í eldlínunni á morgun

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur keppni á morgun á Cambia Portland Classic-mótinu í golfi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Mótið fer fram í Portland í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Ólafía er í 106. sæti á peningalistanum í LPGA-mótaröðinni en efstu 100 kylfingarnir fá fullan þátttökurétt í mótaröðinni.

Ólafía var síðast á ferðinni á Cana­di­an Pacific-mót­inu í Ont­ario í suðaust­ur­hluta Kan­ada í síðustu viku þar sem hún lék tvo hringi á sex höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Vonandi tekst henni að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu sem hefst á morgun og takist þar með að bæta stöðu sína á peningalistanum.

mbl.is