Guðmundur Ágúst í toppbaráttunni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/Golf.is

Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á meðal efstu manna eftir fyrsta hringinn á opna finnska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Guðmundur Ágúst lék hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari og er hann í 6.-9. sætinu.

Guðmundur er einn fimm íslenskra kylfinga sem tekur þátt í mótinu. Andri Þór Björnsson og Axel Bóasson léku báðir hringinn á 70 höggum og eru í 24.-37. sæti. Ólafur Björn Loftsson lék hringinn á pari eða 72 höggum og Haraldur Franklín Magnús lék á 76 höggum.

mbl.is