Ein hola skemmdi frábæran hring Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel í nótt.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel í nótt. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn á Cambia Portland Classic-mótinu í LPGA-mótaröðinni á tveimur höggum undir pari, en hún lauk hringnum í nótt að íslenskum tíma.

Ólafía lék nánast fullkominn hring, nældi í fjóra fugla og 13 pör, en fékk skramba á 18. holunni og spilaði hana tveimur yfir pari. Það skilaði henni skorkorti upp á 70 högg, tvö högg undir pari, og er Ólafía jöfn fleiri kylfingum í 36.-52. sæti

Efsti kylfingur er á sex höggum undir pari. Annar hringurinn fer fram í dag og fer Ólafía af stað fyrr en í gær eða eftir hádegi á íslenskum tíma.

mbl.is