Glæsileg frammistaða hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/GSÍ

Bigir Leifur Hafþórsson hélt áfram að spila frábært golf á Opna Cor­don-mót­inu í Frakklandi sem er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu.

Fyrir lokahringinn sem fram fer á morgun er Birgir Leifur með sjö högga forskot en hann lék þriðja hringinn í dag á 64 höggum eða sex höggum undir pari vallarins.

Birgir Leifur er samtals 18 höggum undir pari en hann fékk einn örn á hringnum í dag, fékk fugl á sjö holum, þrjá skolla og lék sex holur á parinu.

mbl.is