Hvað gerir Ólafía í dag?

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður í eldlínunni á þriðja hring Cambia Portland Classic-mótsins seinni partinn í dag eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á mótinu eftir annan hringinn í gær.

Ólafía er fyrir þriðja hring jöfn fleiri kylfingum í 52. sæti á tveimur höggum undir pari, en 72 kylfingar komust í gegnum niðurskurðinn. Þetta er í áttunda sinn á mótaröðinni sem Ólafía kemst í gegnum niðurskurðinn, en þetta er átjánda mótið hennar á tímabilinu.

Ólafía fer af stað á þriðja hring klukkan 15.40 að íslenskum tíma og er í holli með Pannarat Thanapolboonyaras frá Tælandi. Þrír kylfingar eru efstir og jafnir á tíu höggum undir pari.

mbl.is