Birgir vann í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson með bikar, þó ekki þann sem hann ...
Birgir Leifur Hafþórsson með bikar, þó ekki þann sem hann vann í Frakklandi. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson gerði sér lítið fyrir og vann sinn fyrsta sigur á Áskorendamótaröð Evrópu í dag er hann vann Opna Gordon Golf-mótið sem fram fór í Pleneuf í Frakklandi.

Birgir lék samtals á 18 höggum undir pari á mótinu og  vann öruggan sigur en næstu menn á eftir voru Matt Ford frá Englandi og Andrea Pavan frá Ítalíu sem báðir léku á -11. Aðeins voru leiknir þrír hringir á mótinu þar sem mótshaldarar ákváðu að fella fjórða hringinn niður snemma í morgun.

Birgir hóf atvinnumannaferil sinn árið 1997 og því er um mikil tímamót að ræða fyrir kappann sem fær 33,600 evrur í verðlaunafé, rúmar fjórar milljónir króna.

Birgir fer upp í 16. sæti á styrkleikalistanum en efstu 15 kylfingarnir á mótaröðinni fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

mbl.is