Ólafía tekur ofan fyrir sigurvegaranum

Stacy Lewis með verðlaun sín sem hún mun gefa til ...
Stacy Lewis með verðlaun sín sem hún mun gefa til Houston. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hrósar Stacy Lewis, sem bar sigur úr býtum á Cambia Portland Classic-mótinu í LPGA-mótaröðinni í gær þar sem Ólafía varð í 39. sæti.

Lewis vann með einu höggi, spilaði samtals á 20 höggum undir pari, og fékk fyrir það 195 þúsund dollara eða rúmar 20 milljónir íslenskra króna. Hún ætlar að gefa verðlaunafé til fórnarlamba í Houston sem hafa um sárt að binda eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar yfir á dögunum.

mbl.is