Ólafía sá stöðuna alveg óvart – „Vá!“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leikið frábærlega í dag og í ...
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leikið frábærlega í dag og í gær. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í mikilli toppbaráttu fyrir lokahringinn á Indy Women-mótinu á LPGA-mótaröðinni eins og mbl.is hefur ítarlega fjallað um.

„Þetta er skemmtileg tilfinning. Ég var ekki að horfa á stöðutöfluna, en ég sá hana einu sinni óvart og var bara: Vá! Þetta er ný en góð tilfinning. Ég veit að margir eru að fylgjast með heima og eru örugglega glaðir,“ sagði Ólafía eftir hringinn.

Hún kom í hús í dag í fjórða sæti, en hvað er planið fyrir lokahringinn?

„Ég þarf að halda áfram því sem ég hef verið að gera, ég þarf að fara aðeins á æfingasvæðið að vinna í smáhlutum og svo verð ég tilbúin,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

mbl.is