Ólafía átti högg dagsins (myndskeið)

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur farið á kostum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur farið á kostum. AFP

Eins og ítarlega hefur verið fjallað um hér á mbl.is þá fór atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir algjörlega á kostum á Indy Women-mótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi og hafnaði í 4. sæti sem er hennar langbesti árangur.

Sjá: Ólafía í þriðja sæti eft­ir ótrú­lega loka­holu

Nú hefur heimasíða mótaraðarinnar valið högg hennar fyrir erni á 18. holu sem högg dagsins á lokahringnum sem leikinn var í dag, en það tryggði henni fjórða sætið á 13 höggum undir pari.

Einnig er tekið til högg Lexi Thompson fyrir fugli sem sigraði mótið, en höggin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði þar sem Ólafía fagnaði skiljanlega innilega.

Ef illa gengur að spila myndbandið má sjá það einnig HÉR.

mbl.is