Birgir Leifur í eldlínunni í vikunni

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson verður á meðal keppenda á Opna írska mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Birgir gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á Gordon Golf-mótinu í Frakklandi á dögunum og vann þar með sitt fyrsta mót á atvinnumannsferlinum.

Birgir Leifur er efsti maður á keppendalista Opna írska mótsins eftir sigurinn á mótinu í Frakklandi.

mbl.is