Góð byrjun hjá Aroni og Þórði

Aron Snær Júlíusson
Aron Snær Júlíusson Ljósmynd/GSÍ

Kylfingarnir Aron Snær Júlíusson, GKG, og Þórður Rafn Gissurarson úr GR hófu í dag leik á 1. stigs úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Aron Snær, sem þreytir frumraun sína á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, lék fyrsta hringinn í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari en mótið sem hann tekur þátt í fer fram í Þýskalandi. Þegar þetta er skrifað er Aron í 6.-10. sæti en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.

Þórður spilar í Skotlandi og hann lauk fyrsta hring sínum á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallarins. Sem stendur er Þórður í 11.-16. sæti en ekki hafa allir kylfingar lokið leik.

mbl.is