Þriðja risamót ársins hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á morgun á fimmta og jafnframt síðasta risamóti ársins í golfi en hún er á meðal keppenda á Evian-meistaramótinu sem fram fer í Frakklandi.

Ólafía verður í ráshópi með Bandaríkjakonunum Angel Yin og Kim Kaufman og hefja þær leik klukkan 11.09.

Þetta verður þriðja risamótið sem Ólafía tekur þátt í á þessu ári. Hún lék á KPMG-mótinu í júní og á Opna breska meistaramótinu í júlí. Hún náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á þeim mótum.

Ólafía náði frábærum árangri á Indy Women-mótinu um síðustu helgi. Hún hafnaði þar í 4. sæti og náði sínum besta árangri frá upphafi í LPGA-mótaröðinni

mbl.is