Keppni frestað vegna veðurs

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á Evian meistaramótinu í golfi í dag en það er jafnframt fimmta og síðasta risamót ársins hjá atvinnukonum í golfi.

Mótið fer fram á Evian Resort í Évian-les-Bains. Keppni var frestað í morgun vegna veðurs, en mikill vindur og úrkoma er á keppnissvæðinu. Þetta kemur fram á golf.is.

Ólafía Þórunn átti að hefja leik klukkan 11.09 að íslenskum tíma en líklegt er að sú tímasetning breytist eitthvað vegna veðursins.

Uppfært klukkan 10:55: Áætlað er að Ólafía hefji leik um klukkan 13.

mbl.is