Birgir endaði á pari í Kasakstan

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG lauk fyrir stundu keppni á Kasakstan Open mótinu í Almaty í Kasakstan, sem er liður í Áskorendamótaröð Evrópu, og lék fjórða og síðasta hringinn á pari, 72 höggum.

Hann endaði þar með keppni á 4 höggum undir pari en Birgir lék fyrsta daginn á pari, annan á  þremur undir og þriðja daginn, í gær, á einu undir pari. Hann endar í 41.-45. sæti á mótinu.

mbl.is