Birgir Leifur á einu undir í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/GSÍ

Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið fyrsta degi á Hainan Open-mótinu sem fram fer í Kína. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir lék á 71 höggi í dag, einu höggi undir pari. 

Birgir er í 33.-41. sæti af 126 keppendum eftir fyrsta hringinn. Englendingurinn Steven Brown er efstur á sex höggum undir pari. Birgir fékk fimm fugla og fjóra skolla á holunum 18. 

mbl.is