Magnaður hringur hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson er að spila vel í Kína.
Birgir Leifur Hafþórsson er að spila vel í Kína.

Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á Hain­an Open-mót­inu sem fram fer í Kína þessa dagana á 65 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins. Mótið er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu.

Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallarins og var í 33.-41. sæti af 126 keppendum eftir fyrsta hringinn. 

Birgir Leifur hefur nú leikið fyrstu hringina tvo á átta höggum undir pari vallarins og er í sjötta sæti á mótinu. Birgir Leifur er fjórum höggum á eftir Suður-Afríkumanninum Erik van Rooyen sem er í forystu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert