Ólafía Þórunn náði sér ekki á strik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að leika í Suður-Kóreu þessa dagana.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að leika í Suður-Kóreu þessa dagana. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur spilaði annan hringinn á LPGA Keb Hana-mót­inu í Suður-Kór­eu á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari vallarins í nótt.

Ólafía Þórunn lék fyrsta hring mótsins á tveimur höggum yfir pari vallarins og hún hefur þar af leiðandi leikið hringina tvo á níu höggum yfir pari vallarins. Ólafía Þórunn er i 77. sæti á mótinu.  

Enginn niðurskurður er á LPGA Keb Hana-mótinu og Ólafía Þórunn mun því spila síðustu tvo hringina. Þar getur hún freistað þess að mjaka sér upp töfluna. 

Mótið er 22. mótið sem hún tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni sem er sterkasta mótaröð heims í golfi kvenna.

mbl.is