„Er mjög stöðugur kylfingur“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Gwladys Nocera, liðsstjóri Evrópuliðsins í Drottningamótinu í golfi, fór fögrum orðum um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á blaðamannafundi í Japan þar sem hún ræddi um þá kylfinga sem hún setti saman þegar keppt verður í fjórbolta í nótt. 

Ólafía og Carly Booth munu leika saman þegar Evrópa mætir liði Suður-Kóreu í fjórbolta en þá er spiluð holukeppni þar sem allir fjórir kylfingarnir leika sínum bolta út holuna og samanlagt skor telur. 

„Í þriðja leiknum þá er Ólafía mjög stöðugur kylfingur og með nokkra reynslu frá Bandaríkjunum. Hún er róleg og stúderar höggin sín vel. Ólafía er að spila virkilega vel og hún mun auka sjálfstraustið hjá Carly sem er einnig að spila vel. Carly er kylfingur sem að hún hittir boltann betur eftir því sem hún ætlar sér lengra. Með kylfing eins og Ólafíu sér við hlið þá ættum við að geta séð hennar (Carlys) bestu hliðar,“ sagði Gwladys Nocera á fundinum. 

mbl.is