Landsliðshóparnir í golfi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Jussi Pitkanen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið þá leikmenn sem skipa landsliðshópa eldri og yngri kylfinga á árinu 2018. Atvinnukylfingar eru ekki í landsliðshóp Íslands þar sem landsliðin keppa á EM og HM áhugamanna. Alls eru 28 kylfingar í hópnum.

Landsliðshópurinn gæti breyst á tímabilinu og fer það eftir árangri og frammistöðu leikmanna sem eru í núverandi hóp og þeirra sem voru ekki valdir að þessu sinni.

Frammistaða leikmanna í landsliðshópnum verður metin með reglulegu millibili þar sem ýmsir þættir verða lagðir til grundvallar. Þar má nefna frammistöðu og framfarir á undanförnum tímabilum. Einnig eru framtíðaráform og markmið leikmanna sem ætla sér í fremstu röð í golfíþróttinni höfð til hliðsjónar.

Gísli Sveinbergsson.
Gísli Sveinbergsson. Ljósmynd/GSÍ

Landsliðshópur Íslands er þannig skipaður: 

Konur:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
Saga Traustadóttir, GR
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
Berglind Björnsdóttir, GR
Helga Kristín Einarsdóttir, GK. 

Karlar:
Gísli Sveinbergsson, GK
Bjarki Pétursson, GB
Aron Snær Júlíusson, GKG
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG
Rúnar Arnórsson, GK
Ragnar Már Garðarsson, GKG
Henning Darri Þórðarson, GK
Vikar Jónasson, GK
Hlynur Bergsson, GKG

Yngri landsliðshópur Íslands er þannig skipaður:
14 ára og yngri: 
Böðvar Bragi Pálsson, GR
Eva María Gestsdóttir, GKG
Kinga Korpak, GS

15-16 ára:
Sigurður Bjarki Blumenstein, GR
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR

17-18 ára: 
Ingvar Andri Magnússon, GR
Viktor Ingi Magnússon, GR
Daníel Ísak Steinarsson, GK
Ragnar Már Ríkharðsson, GM
Andrea Björg Bergsdóttir, GKG
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert