Tap hjá Ólafíu á Drottningamótinu

Evrópuúvalið. Ólafía Þórunn er lengst til hægri í fremri röðinni.
Evrópuúvalið. Ólafía Þórunn er lengst til hægri í fremri röðinni. Ljósmynd/LET

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf í nótt keppni á Drottningamótinu í golfi í Japan en þar keppir hún með Evrópuúrvalinu gegn úrvalsliði frá Japan, Kóreu og Ástralíu.

Ólafía Þór­unn keppti í fyrsta leiknum með Car­ly Booth frá Skotlandi. Mót­herj­ar þeirra voru Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee frá Suður-Kór­eu. Ólafía og Booth töpuðu leiknum 4/3.

Á fyrsta keppnisdegi fara fram átta leikir í fjórbolta þar sem tveir keppendur eru saman í liði og leika sínum bolta út holuna. Betra skor hjá liðinu telur á hverri holu. Á öðrum keppnisdegi fara fram níu tvímenningsleikir (singles) þar sem tveir keppendur mætast í holukeppni og leika sínum bolta út holuna.

Samanlagður stigafjöldi frá fyrstu tveimur keppnisdögunum ræður síðan því hvaða lið mætast í úrslitaleiknum á þriðja keppnisdeginum. Liðin sem leika til úrslita keppa í fjórum leikjum þar sem fjórmenningur (foursome) verður notaður, en þar leika tveir keppendur saman í liði og leika einum bolta til skiptis. Sami háttur verður í bronsleiknum á þriðja keppnisdeginum.

Heimasíða mótsins:

mbl.is