Naumt tap hjá Ólafíu á Drottningamótinu

Ólafía með liði sínu, lengst til hægri í neðri röð.
Ólafía með liði sínu, lengst til hægri í neðri röð. Ljós­mynd/​LET

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mátti þola naumt tap gegn Sarah Kemp frá Ástralíu í tvímenningi á öðrum degi Drottningamótsins sem fram fer í Japan um þessar mundir. Leikurinn var jafn og spennandi en að lokum var það sú ástralska sem hafði betur. 

Ólafía byrjaði betur og vann fyrstu holuna en eftir fimm holur var Kemp komin í forystu. Ólafíu tókst hins vegar að jafna og eftir 11 holur var staðan hnífjöfn. Kemp var hins vegar sterkari á lokakaflanum og komst í tveggja högga forystu þegar ein hola var eftir tryggði sér sigurinn. 

Eftir daginn er það Kórea sem er með 24 stig í efsta sæti, Japan kemur þar á eftir með 12 stig, Ástralía er í þriðja sæti með níu stig og Evrópa rekur lestina með sjö stig. Lokaumferð mótsins fer fram á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert