Birgir lék lokahringinn á pari

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Birgir Leifur Hafþórsson lauk rétt í þessu keppni á ástralska PGA-meistaramótinu í golfi í Queensland en það er hluti af Evrópumótaröðinni.

Birgir Leifur lék lokahringinn á sunnudagsmorgni í Ástralíu á pari, 72 höggum, og gaf þar aðeins eftir undir lokin þegar hann fékk tvo skolla á síðustu þremur holunum. Hann fékk alls fimm fugla og fimm skolla á hringnum.

Birgir lauk þar með keppni á þremur höggum yfir pari, samtals 291 höggi, og endar í 62. sæti en 156 kylfingar hófu keppni á fimmtudagsmorguninn.

mbl.is