Jafntefli í lokaleiknum hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var einn níu fulltrúa Evrópu á Drottningamótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var einn níu fulltrúa Evrópu á Drottningamótinu. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og liðsfélagar hennar í úrvalsliði Evrópu enduðu í fjórða og neðsta sæti á Drottningamótinu í golfi sem fram fór í Japan. Heimakonur fögnuðu sigri á mótinu en þær unnu Suður-Kóreu í úrslitaleiknum.

Lið Evrópu og Ástralíu léku um 3. sæti mótsins þar sem Ástralar höfðu betur, 5:3. Leikinn var fjórmenningur á lokadeginum þar sem tveir keppendur leika saman í liði og leika einum bolta til skiptis. Ólafía lék með Englendingnum Annabel Dimmock og gerðu þær jafntefli í sínum leik við Hannah Green og Whitney Hillier. Ólafía og Annabel lentu undir á 4. holu en jöfnuðu strax metin og voru svo yfir frá 8.-14. holu, ýmist 1 eða 2 höggum, áður en þær áströlsku náðu að jafna á 15. holu. Liðin léku svo á sama höggafjölda síðustu þrjár brautirnar.

Ólafía er fyrst Íslendinga til að spila í liðakeppni á borð við Drottningamótið. Á fyrsta keppnisdegi töpuðu þær Carly Booth frá Skotlandi 4/3 í leik við par frá Suður-Kóreu, í fjórbolta. Á öðrum keppnisdegi tapaði Ólafía naumlega í tvímenningi gegn Sarah Kemp frá Ástralíu, 2/1. Þriðji og síðasti keppnisdagur var svo í dag, og eins og fyrr segir vann Japan mótið en liðið lagði Suður-Kóreu að velli, 7:1, í úrslitaleiknum.

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Mexíkó 2 3 6
2 Þýskaland 2 2 3
3 Svíþjóð 2 2 3
4 Suður-Kórea 2 1 0
L M Stig
1 Belgía 2 8 6
2 England 1 2 3
3 Panama 1 0 0
4 Túnis 2 3 0
L M Stig
1 Japan 1 2 3
2 Senegal 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla