Birgir Leifur á einu undir í S-Afríku

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/GSÍ

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék fyrsta hringinn á einu höggi undir pari á Opna Joburg mótinu sem fram fer í Suður-Afríku.

Alls eru 200 keppendur á þessu móti sem er einnig hluti af atvinnumótaröð Suður-Afríku og Asíumótaröðinni. Keppt er á tveimur völlum, Firethorn vellinum og hins vegar á Bushwillow vellinum og spilaði Birgir Leifur á síðarnefnda vellinum.

Birgir Leifur fékk þrjá fugla á hringnum, einn skolla og lék 14 holur á parinu en þetta er annað mótið ársins á Evrópumótaröðinni hjá Skagamanninum. Um síðustu helgi endaði hann í 62. sæti á ástralska PGA meistaramótinu á samtals þremur höggum yfir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is